6. bekkur og foreldrar saman

„Er ekkert net hérna?“ 6. bekkur og foreldrar saman

 OM-MOL-914

 

í þessum fyrirlestri er farið með börnin aftur í tímann og þeim sýndar gamlar auglýsingar.

Tilgangurinn með þessari nálgun er að auka skilning barnanna á gerviþörfum.

Í dag eru gerviþarfir t.d. skapaðar með nýjum net-forritum svokölluðum „öppum“ Það er auðvelt að sýna börnunum fram á fáránleikan í auglýsingum, þar sem sígarettur voru lofsungnar og taldar til mestu gæða þess tíma.

Þeim er sýnt fram hvernig markaðsöflin reyna að sannfæra okkur um eitthvað sé nauðsynlegt til þess að við kaupum þær vörur sem verið er að selja. Þeim er jafnvel sýnt tilfelli þar sem börn voru notuð í sígarettuauglýsingum.

Síðan eru þau færð yfir í nútímann og þeim sýnt hvernig t.d. Snapchat fyrirtækið blekkti heiminn um að þeirra forrit væri hin fullkomna formúla til þess að deila efni á netinu.

Þeim er sýnt hvernig fyrirtækið var sektað um háar upphæðir fyrir að ljúga að viðskiptavinum sínum og fyrir að misnota upplýsingar sem fyrirtækið hafði komist yfir.

Talað er um atvik þar sem fólk, oft unglingar og börn, eru að lenda í óheppilegum uppákomum á samskiptamiðlum.

Þar sem erfitt er að lýsa öllum fyrirlestrinum í örfáum orðum þá er notast við þessi dæmi hér til þess að lýsa hugmyndafræðinni að baki fyrirlestrarins.

Eftir að hafa setið þennann fyrirlestur eiga börnin að vera mun varari um sig í umgengni við tölvur, síma og netmiðla yfirleitt.

Þau eiga að geta greint mikilvægi þess að beita gagnrýni hugsun á það sem auglýsingar segja okkur að við „verðum“ að fá.