9. bekkur og foreldrar sér

9. bekkur og foreldrar sér

haettu
 • Fræðsla um skaðsemi tóbaks, áfengis og kannabisefna, svo sem maríjúana, weed, gras, hass, olía og vax.

  Einnig eru tekin fyrir sterkari efni, svo sem: mdma, kókaín, amfetamín, spítt, kristall, ofskynjunnarefni, s.s. LSD og sveppir.

  Krókódíll er líka skoðað.

cooltext1691476143cooltext1691477097

Fræðslan fellur vel undir markmið aðalnámskrár í lífsleikni þar sem nemendur eru m.a. hvattir til að:

 • bera ábyrgð á eigin lífi.
 • vega og meta áhrif fyrirmynda.
 • taka afstöðu gegn neyslu vímuefna.
 • móta sér heilbrigðan og ábyrgan lífsstíl.

Að sama skapi hentar foreldrafræðslan vel sem tæki til að auðvelda uppalendum umræður um ábyrgan lífsstíl og gefur nýja nálgun í þeim efnum gegnum þriðja aðila.

Á foreldrafundunum er m.a. lögð áhersla á að foreldrar og forráðamenn geri sér grein fyrir:

 • íslenskum veruleika í heimi fíkniefnanna.
 • hvaða hætta steðjar að börnum þeirra í þeim efnum.
 • áhrifamætti auglýsinga á unglinga.                                   
 • óbeinum áróðri fjölmiðla.
 • mikilvægi leiðsagnar í mótun lífsgilda barna sinna.
 • að sterkustu forvarnirnar koma heiman að.

 

10. bekkur og foreldrar sér